logo Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar

Safnið


Stofnun Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 10. október 2001. Héraðsskjalasafnið var síðan formlega stofnað 24. október 2001, samkvæmt heimild í lögum um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985 og undirritaði Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður samþykkt fyrir héraðsskjalasafnið við opnunina.

Í upphafi var hálft stöðugildi á safninu. Um áramótin 2012-2013 breyttist staða héraðsskjalavarðar í heilt stöðugildi.

Héraðsskjalasafnið er staðsett í kjallara turnsins við Þverholt 2. Þar er að finna skrifstofu og geymslur safnsins. Húsakynni safnsins hafa verið þau sömu frá stofnun. Húsnæðið er í heild um 159.7 fermetrar og skiptist í fjögur rými. Tvær lokaðar og læstar geymslur eru á safninu, vinnurými, lestrarsalur fyrir 8 gesti og skrifstofa eru saman í einu rými og salerni í einu.

Í hvorri geymslu fyrir sig er stór skjalaskápur á rennilistum. Samtals rúma þeir 576 hillumetra, en í skjalavörslu eru hillumetri (hm) mælieining fyrir stærð skjalasafna. Auk þess eru 310,4 hm af teikningaskápum og 22 hm í litlum skjalaskáp. Heildar geymslurými fyrir skjöl eru því um 908.4 hm.

Héraðsskjalaverðir:

Sólveig Magnúsdóttir (2001-2004)
Þórunn Guðmundsdóttir (2005)
Birna Mjöll Sigurðardóttir (2009-)

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira