Varðveisla pappírsgripa
Gæði pappírs ákvarðast af mörgum þáttum. Ending pappírs og varanleiki ræðst bæði af eðlislægum eiginleikum og ytri aðstæðum. Pappír er samsettur úr trefjum, límefni og bleki eða litarefni sem hafa áhrif hvert á annað. Sé eitthvert þessara efna óstöðugt verður pappírsgripurinn í eðli sínu óstöðugur og eyðing hefst. Helstu áhrifavaldar hrörnunar pappírs eru hitastig, rakastig og áhrif ljóss, en einnig loftmengun, sýra (t.d. úr lími, plasti, teygjum o.fl.) og skordýr.
Eyðing myglu í skjölum