logo Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar

Hlutverk


Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar er sjálfstæð skjalavörslustofnun. Safnið starfar samkvæmt Lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, Reglugerð um héraðsskjalasöfn nr. 283/1994  og Samþykkt fyrir héraðsskjalasafnið,  undirritað af Ólafi Ásgeirssyni þáv. þjóðskjalaverði. Umdæmi safnsins er Mosfellsbær.

Héraðsskjalasafnið annast söfnun, innheimtu og varðveislu skjala frá afhendingarskyldum aðilum, þ.e. stofnunum Mosfellsbæjar og félögum sem njóta verulegra opinberra styrkja, skrásetja þau og gera aðgengileg notendum og á allan hátt leitast við að efla þekkingu á sögu umdæmisins.

Héraðsskjalasafnið leitast einnig við að fá til varðveislu skjöl einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja og annarra er gildi þykja hafa fyrir sögu umdæmis þess eða íbúa.

Héraðsskjalasafnið skal leitast við að eignast eftirtökur af öðrum skjölum sem varða héraðið og ekki fást í frumriti. Jafnframt safnar Héraðsskjalasafnið markverðum skjölum einstaklinga og félagasamtaka sem ekki eru skilaskyld til safnsins, auk ljósmynda, hljóð- og myndbanda sem varða sögu héraðsins eða íbúa þess á einhvern hátt.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira